Sjúkraflug vegna alvarlegs bílslyss á þjóðveginum við Hallormsstaðaskóg

Miðvikudagur 10. ágúst 2005.

Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 15:57 í gær og tilkynnti um alvarlegt bílslys á þjóðveginum við Hallormsstaðaskóg.  Tveir voru látnir og ein kona alvarlega slösuð eftir að fólksbíll og vörubíll höfðu skollið saman á veginum. Lögreglan á Egilsstöðum óskaði eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar sækti slösuðu konuna.

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, var þegar kölluð út og fór þyrlan í loftið kl. 16:19.  Hún lenti á Egilsstaðaflugvelli kl. 18:07 og og fór þaðan aftur með hina slösuðu kl. 18:14.  Þyrlan lenti svo við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 19:57.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfr./upplýsingaftr.