Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti sjúkling frá Grundarfirði til Reykjavíkur

Þriðjudagur 21. júní 2005.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, sótti hjartveikan sjúkling til Grundarfjarðar í dag.

Tilkynning barst til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar kl. 14:22 en hjúkrunarfræðingur á Grundarfirði hafði óskað eftir að sjúklingurinn yrði fluttur til Reykjavíkur með þyrlu.  Hann þurfti að komast með hraði á Landspítalann við Hringbraut. 

Svo vel vildi til að þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, var við æfingar á Breiðafirði er útkallið barst og var því skamma stunda að sækja sjúklinginn og flytja hann til Reykjavíkur.  Þyrlan lenti við flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli um kl. 15:30.

Dagmar Sigurðardóttir
upplýsingaftr.