Áhöfn TF-SIF sótti slasaða skíðakonu á Snæfellsjökul

Fimmtudagur 2. júní 2005.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk samband við lögregluna í Ólafsvík í gegnum Neyðarlínuna kl. 15:18 sem tilkynnti að ung kona hefði slasast á skíðum eða snjóbretti á Snæfellsjökli.  Óskað var eftir þyrlu í viðbragðsstöðu.  Læknir var á leiðinni á slysstað og ætlaði að meta hvort þörf væri á flutningi með þyrlu.

Læknir óskaði síðan eftir þyrlu kl. 16:06 og fór TF-SIF í loftið kl. 16:18.  Lenti hún á skíðasvæðinu á Jökulhálsi hálftíma síðar.  Þar beið konan í sjúkrabíl og var talið að hún væri handleggsbrotin og e.t.v. með heilahristing.

TF-SIF lenti með konuna innanborðs við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 17:22.

Dagmar Sigurðardóttir
upplýsingaftr.