Guðni Skúlason hættir hjá Landhelgisgæslunni eftir 41 og hálft ár í starfi

Miðvikudagur 4. maí 2005.

Guðni Skúlason varðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hætti störfum nú um mánaðarmótin eftir 41 og hálfs árs starf hjá stofnuninni. Í grillveislu sem haldin var í hádeginu þakkaði Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, honum fyrir vel unnin störf í þágu stofnunarinnar og einnig fyrir að vera brautryðjandi í stjórnstöðvarmálum Landhelgisgæslunnar.  Guðni þakkaði félögum sínum hjá Landhelgisgæslunni fyrir samstarfið.

Guðni hóf störf hjá Landhelgisgæslunni sem loftskeytamaður 18 ára að aldri og starfaði á varðskipunum, í flugdeild og síðast í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. 

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.


Georg Kr. Lárusson forstjóri þakkaði Guðna fyrir vel unnin störf í þágu stofnunarinnar og fyrir að vera brautryðjandi í stjórnstöðvarmálum.


Guðni flutti skemmtilega ræðu og rifjaði upp þær breytingar sem hann hefur upplifað í starfi sínu hjá Landhelgisgæslunni.


Starfsmenn skemmtu sér yfir tölu Guðna.


Við viljum vera á heimasíðunni!!!  Sigurður Heiðar Wiium þyrluflugmaður og Sverrir Erlingsson flugvirki.


Benóný Ásgrímsson yfirflugstjóri, Steinvör Gísladóttir ritari forstjóra, Sigríður Ólafsdóttir matráðskona og Eygló Ólöf Birgisdóttir launafulltrúi.