Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi í Þjórsárdal - TF-LIF flutti tvo slasaða farþega á sjúkrahús

Sunnudagur 10. október 2004.

Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 11:10 og tilkynnti um alvarlegt umferðarslys í Þjórsárdal suður af bænum Skriðufelli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.  Bíll með sjö manns innanborðs hafði oltið. Áhöfn TF-LIF var þegar kölluð út, með bráðaútkalli.

TF-LIF fór í loftið kl. 11:36 og var komin á staðinn kl. 12:.07.  Þá var ökumaður bílsins og einn farþegi látinn.  Þrír slasaðir höfðu verið fluttir með sjúkrabíl en tvö voru flutt með þyrlunni á slysadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss í Fossvogi.  Þyrlan lenti þar kl. 12:53. 

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.