Ríkiskaup gera rammasamninga um kaup á kjöti og fiski fyrir Landhelgisgæsluna og Hafrannsóknastofnun

Föstudagur 2. apríl 2004.

Í kjölfar útboðs Ríkiskaupa fyrir Landhelgisgæsluna og Hafrannsóknastofnun voru rammasamningar um kaup á fersku kjöti og fiski undirritaðir 30. mars og tóku þeir gildi í gær.  Árangur útboðsins var góður að mati Landhelgisgæslunnar og má það væntanlega þakka miklu útboðsmagni og góðu ástandi á matvörumarkaði um þessar mundir. 

Gerðir voru samningar um kaup á lambakjöti við Kjötvinnsluna Esju ehf, kaup á nautakjöti við KÁ-Ess hf. Kjötvinnslu og kaup á svínakjöti, kjúklingum og fiski við Eimskip ehf. Frílager.

Bæði Landhelgisgæslan og Hafrannsóknarstofnun gera út skip og þurfa að kaupa talsvert magn af kosti og því er mikilvægt að ná hagstæðum innkaupum.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.