Sprengjuæfing með öryggisvörðum og lögreglu á Keflavíkurflugvelli

Miðvikudagur 31. mars 2004.

Nýlega héldu sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar sprengjuæfingu með öryggisvörðum og lögreglu á Keflavíkurflugvelli. Slíkar æfingar eru haldnar með reglulegu millibili fyrir starfsfólk á flugvellinum og eru nauðsynlegur liður í þjálfun öryggisstarfsmanna og lögreglu til að bregðast við hugsanlegum hryðjuverkum. Sjá meðfylgjandi myndir sem Gunnar J. Ó. Flóvenz öryggisfulltrúi flugfélagsins Bluebird Cargo tók af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar á meðan á æfingunni stóð.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.

Mynd:  Þáttakendur á námskeiðinu fylgjast með hluta æfingarinnar.

Mynd:  Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar undirbýr notkun vélmennis við störf sín.

Mynd:  Sprengjusérfræðingar og lögreglumenn vinna saman að því að skipuleggja aðgerðir vegna yfirvofandi hættu.

Mynd: Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar undirbúa sig og ná í verkfæri til að nota í næsta verkefni.

Mynd:  Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar rannsakar grunsamlega hluti inni á flugvallarsvæðinu.