Þyrla sótti vélsleðamann sem slasast hafði á Snæfellsjökli

Laugardagur 21. febrúar 2004.

Neyðarlínan hringdi í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 13:24 og upplýsti að læknir á Ólafsvík óskaði eftir þyrlu til að sækja mann sem hafði slasast á vélsleða á Snæfellsjökli. Maðurinn hafði þá verið fluttur með jeppa til Ólafsvíkur.

TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var á eftirlitsflugi yfir Faxaflóa og var þegar haldið í áttina að Rifi.  Þyrlan lenti þar á flugvellinum kl. 13:46 og hafði hinn slasaði verði fluttur þangað í sjúkrabíl.  Þyrlan hélt aftur til Reykjavíkur kl. 13:56 og lenti við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 14:27.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.