Sjómælingar Íslands verða sjómælingasvið Landhelgisgæslu Íslands

Þriðjudagur 16. desember 2003.

Í tilkynningu til starfsmanna sem forstöðumaður Sjómælinga Íslands gaf nýlega út segir:  

,,Frá og með næstu áramótum verður nafnið Sjómælingar Íslands lagt niður.  Í stað þess kemur nafnið Landhelgisgæsla Íslands - Sjómælingasvið.

Sjómælingar Íslands hafa allt frá árinu 1982 verið reknar sem deild innan Landhelgisgæslu Íslands og eru þessar breytingar gerðar til að skýra betur stöðu Sjómælinga sem hluta af  Landhelgisgæslu Íslands.  Kennitala Sjómælinga Íslands hefur verið lögð niður.  Innan sjómælingasviðs eru svo mælingadeild og kortadeild."

Breytingar þessar birtast m.a. á þann hátt að útgefin kort og rit á vegum stofnunarinnar verða framvegis merkt Landhelgisgæslu Íslands, sjómælingasviði, en ekki Sjómælingum Íslands.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.