Þyrla flutti sjúkling frá Ólafsvík til Reykjavíkur

Föstudagur 28. nóvember 2003.

Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 11:02 og gaf samband við lækni á Ólafsvík sem óskaði eftir þyrlu til að sækja alvarlega veikan mann. Áhöfn TF-SIF var þegar kölluð út með bráðaútkalli.

TF-SIF fór í loftið kl. 11:35 og var stefnan tekin á Rif.  Lent var á flugvellinum þar kl. 12:09  en þar beið sjúklingurinn í sjúkrabíl.  Haldið var til Reykjavíkur 10 mín. síðar og lent við flugskýli Landhelgisgæslunnar við Reykjavíkurflugvöll kl. 12:53.  Þar beið sjúkrabíll sem flutti sjúklinginn á Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut.

Dagmar Sigurðardóttir fjölmiðlaftr.
Landhelgisgæslu Íslands