Sjúkraflug TF-SIF til Kollafjarðar á Barðaströnd

Þriðjudagur 1. júlí 2003

 

Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 12:34 og óskaði að beiðni læknisins í Búðardal eftir þyrlu í viðbragðsstöðu vegna konu á sjötugsaldri sem var talin alvarlega veik.   Áhöfn TF-SIF var þegar kölluð út og óskað eftir að hún væri tilbúin til flugs ef á þyrfti að halda.

 

Læknirinn hringdi í stjórnstöð kl. 12:42 og bað um að þyrlan færi af stað.  Áhöfnin var þá kölluð út til flugs og fór TF-SIF í loftið kl. 12:55. Lent var í Kollafirði á Barðaströnd þar sem konan var stödd og hún flutt á Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi en þangað var þyrlan komin kl. 14:39.

 

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi

Landhelgisgæslu Íslands