TF-SIF í 500 tíma skoðun

Þriðjudagur 11. febrúar 2003.

Um þessar mundir eru flugvirkjar Landhelgisgæslunnar að framkvæma svokallaða 500 tíma skoðun á  minni þyrlu stofnunarinnar TF SIF.  Slitfletir, gangverk, þar með talið aflvélar, þyrilblöð, gírkassar og burðarvirki vélarinnar eru yfirfarin og lagfærð eftir því sem nauðsyn krefur.  Skoðun sem þessi er framkvæmd  á u.þ.b. tveggja ára fresti. Gert er ráð fyrir að skoðunin muni taka  3-4 vikur.  Að henni lokinni verður vélin prófuð og henni reynsluflogið til að ganga úr skugga um að öll kerfi hennar starfi eðlilega.

SIF er af gerðinn Aerospatiale SA365N.  Hún kom til landsins ný árið 1985 og er því nokkuð komin til ára sinna.  Vélinni hefur verið flogið um 6.000 flugstundir á þeim tíma. 

Sjá meðfylgjandi myndir úr flugskýli Landhelgisgæslunnar.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands