Samvarðaræfinging hefur gengið vel í dag

Föstudagur 28. júní 2002.

Þrátt fyrir að veður hafi sett strik í reikninginn hefur Samvarðaræfingin gengið vel í dag.  Brugðist hefur verið við breyttum aðstæðum og talsvert hefur reynt á stjórnendur og skipuleggjendur æfingarinnar. 

Í Vestmannaeyjum er unnið að rústabjörgun og slökkviliðsstörfum.  Í Þorlákshöfn var sett á svið hópslys á níunda tímanum.  Um var að ræða óvænta atburðarás í æfingunni sem m.a. reyndi á skipulag almannavarna í Ölfushreppi.  Sett var á svið rútuslys norður af Þorlákshöfn.  Viðbragðsaðilar í almannavarnaskipulagi Ölfushrepps komu að aðgerðum og fólk var flutt í móttökustöð og eistneskan og belgískan tjaldspítala sem komið hefur verið upp. 

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands