Nýjar eldsneytistunnur á Þórshöfn

  • Þórshöfn-Raufarhöfn1

Síðastliðinn laugardag flaug áhöfn þyrlunnar TF LIF til Þórshafnar ásamt Geirþrúði Alfreðsdóttur flugrekstrarstjóra og Höskuldi Ólafssyni flugtæknistjóra.

Þórshöfn-Raufarhöfn1 Þórshöfn-Raufarhöfn3

Tilgangur ferðarinnar var að taka í notkun eldsneytistunnur auk þess sem æft var með björgunarsveitum á Þórshöfn og Raufarhöfn. Tunnunum var komið er fyrir í stórum gámi en heimamenn hafa haft veg og vanda af þessu verki, þeim til mikils sóma. Þessi aðstaða kemur sér afar vel fyrir Landhelgisgæsluna og mun auðvelda störf flugdeildarinnar mjög í þessum landshluta.

Ferðinni lauk með því að áhöfninni var boðið til dýrindis veislu á Eyrinni. Mikil ánægja er meðal starfsmanna Landhelgisgæslunnar vegna þeirrar velvildar sem þeim og stofnuninni hefur verið sýndur af björgunarsveitarmönnum og heimamönnum öllum.

 Þórshöfn-Raufarhöfn2   Þórshöfn-Raufarhöfn4