Lætur af störfum hjá Gæslunni eftir 43 ára starf

  • Vaktstöð siglinga Ásgrímur og Leif

Mánudagur 30. apríl 2007.

Leif K. Bryde, varðstjóri í Vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, tekur vaktina í síðasta skipti í dag en hann hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í 43 ár. Leif er einmitt 67 ára í dag.

Leif hóf störf sem loftskeytamaður á varðskipunum, loftförum og stjórnstöð í febrúar 1964.  Hann eins og aðrir loftskeytamenn Landhelgisgæslunnar kom í land 1987 þegar byrjað var að hafa 24 tíma vakt í stjórnstöðinni.  Hann starfaði jafnframt áfram sem loftskeytamaður á eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, Syn, í u.þ.b. 10 ár til viðbótar.  Leif flutti með stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíðina fyrir 2 árum þegar hún sameinaðist Vaktstöð siglinga og hefur gegnt stöðu vaktstjóra í stöðinni í þessi 2 ár.

Í tilefni dagsins var starfsmönnum Landhelgisgæslunnar boðið í kaffi í Skógarhlíðinni um þrjúleytið og fékk Leif áletraðan skjöld með merki Landhelgisgæslunnar í kveðjugjöf auk blómvönds og fl.

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar þakkaði Leif fyrir trúmennsku og frábær störf í gegnum tíðina og aðra góða kosti Leifs sem Landhelgisgæslan hefur notið góðs af á langri starfsævi hans.  Ekki er vitað til þess að nokkur starfsmaður sem starfar nú hjá Landhelgisgæslunni hafi átt svo langan starfsferil þar. 

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.

 

Leif K. Bryde - síðasti starfsdagur hans 30 apríl 2007.

Leif ásamt Georgi Kr. Lárussyni forstjóra og Ásgrími Ásgrímssyni yfirmanni vaktstöðvar siglinga.

Leif K. Bryde - síðasti starfsdagur hans 30 apríl 2007.

Svanhildur Sverrisdóttir starfsmannastjóri, Georg Kr. Lárusson forstjóri, Ásgrímur Ásgrímsson yfirmaður Vaktstöðvar siglinga og Leif K. Bryde.

Vaktstöð siglinga Ásgrímur og Leif

Leif að störfum í stjórnstöðinni ásamt Ásgrími Ásgrímssyni. Ljósmynd: Jóhann Baldursson.