Samhæfð leitar- og björgunaræfing Landhelgisgæslunnar og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar

  • Æfing - apríl 2007

Fimmtudagur 3. maí 2007.

Nýlega héldu Landhelgisgæslan og Slysavarnarfélagið Landsbjörg samhæfða leitar- og björgunaræfingu við Vestmannaeyjar.

Áhafnir varðskipsins Ægis og björgunarþyrlunnar Eirar voru fulltrúar Landhelgisgæslunnar en frá Slysavarnarfélaginu Landbjörgu voru björgunarskipin Oddur V. Gíslason, Einar Sigurjónsson, Ingibjörg, Sveinbjörn Sveinsson, Þór, léttbáturinn Stapi Njörður og skólaskipið Sæbjörg RE.

Jón Páll Ásgeirsson yfirstýrimaður á varðskipinu Ægi tók meðfylgjandi myndir fyrir utan eina sem Guðmundur Birkir Agnarsson afleysingaskipstjóri á skólaskipinu Sæbjörgu tók.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.

Æfing - apríl 2007

Hér má sjá björgunarskipið Einar Sigurjónsson frá Hafnarfirði taka eldsneyti frá varðskipinu Ægi. Það getur komið sér vel að hafa þennan möguleika við leitar- og björgunarstörf úti á hafi því annars getur dýrmætur tími farið í siglingu til næstu hafnar og til baka aftur.

Æfing - apríl 2007
Sæbjörg tilkynnti eld um borð og björgunarbátarnir dæla sjó á síðuna á henni til að kæla hana niður.

Æfing - apríl 2007
Hér eru varðskipsmenn að æfa flutning fólks úr brennandi skipi sem skólaskipið Sæbjörg lék. Eins og sjá má voru aðstæður erfiðar en allt gekk vel.  Ljósmyndina tók Guðmundur Birkir Agnarsson afleysingaskipstjóri á Sæbjörgu á æfingunni.

Æfing - apríl 2007
Þór frá Vestmanneyjum að sækja fólk frá Ægi.  Fólkinu hafði verið bjargað frá Sæbjörgu skömmu áður úr ímynduðu eldhafi um borð.