Árangursstjórnunarsamningur Landhelgisgæslunnar og dóms- og kirkjumálaráðuneytis undirritaður

  • Árangursstjórnunarsamningur og kaupsamningur um flugvél 070507

Mánudagur 7. maí 2007.

Landhelgisgæslan og dóms- og kirkjumálaráðuneytið hafa gert árangursstjórnunarsamning.

Í vefriti dómsmálaráðuneytisins sem kom út í dag og er helgað málefnum Landhelgisgæslunnar kemur fram að Landhelgisgæslan skal í samvinnu við ráðuneytið m.a. vinna að gerð 10 ára Landhelgisgæsluáætlunar á grundvelli samningsins. Í árangursstjórnunarsamningnum er einnig kveðið á um að Landhelgisgæslan vinni að því með ráðuneytinu að um flugrekstur hennar verði stofnað sérstakt ríkisfyrirtæki, enda styrki það rekstrargrundvöll flugstarfseminnar og innra skipulag stofnunarinnar.  Samhliða því verði unnið að því að flugrekstrinum verði komið fyrir í fullnægjandi húsnæði.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.

Árangursstjórnunarsamningur_070507
Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslu Íslands undirrita árangursstjórnunarsamninginn og erindisbréf forstjóra.

Árangursstjórnunarsamningur og kaupsamningur um flugvél 070507
Nokkrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar voru viðstaddir undirritun árangursstjórnunarsamningsins og kaupsamnings um flugvél fyrir Landhelgisgæsluna í Þjóðmenningarhúsinu.