Sex sjúkraflug frá Vestmannaeyjum á árinu

Þyrlan lenti á Hamrinum í síðustu viku.

  • IMG_1430

19.5.2022 Kl: 11:20

Á dögunum var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar kölluð út til að annast sjúkraflug frá Vestmannaeyjum. Þoka olli því að ekki reyndist unnt að lenda á flugvellinum og ákvað áhöfn þyrlunnar að lenda á bílastæði á Hamrinum.
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur annast sex sjúkraflug frá Vestmannaeyjum það sem af er ári.
Meðfylgjandi myndir eru frá fréttamiðlinum Eyjar.net sem náðu myndum af því þegar þyrlan lenti á Hamrinum í síðustu viku.
IMG_1425