Stórstreymt og áhlaðandi

Vegna vind- og ölduáhlaðanda má því gera ráð fyrir að sjávarhæð verði hærri en sjávarfallaspár gefa til kynna.

  • Olduspa_kl-1800_01-12-2020

30.11.2020 Kl: 12:41

Landhelgisgæslan vekur á því athygli að fullt tungl er í dag og því stórstreymt næstu daga. Þá gera veðurspár ráð fyrir stífri suðvestanátt á morgun og svo norðan hvassviðri fyrir Norðurlandi á miðvikudag og fimmtudag. Vegna vind- og ölduáhlaðanda má því gera ráð fyrir að sjávarhæð verði hærri en sjávarfallaspár gefa til kynna, fyrst sunnan- og vestanlands en svo um norðanvert landið um og eftir miðja vikuna.

Meðfylgjandi ölduhæðarspákort Vegagerðarinnar gilda klukkan 18 á morgun og klukkan 06 á fimmtudag.

Olduspa_kl-1800_01-12-2020Ölduhæðarspákort Vegagerðarinnar sem gildir klukkan 18 á morgun.Olduspa_kl-0600_03-12-2020Ölduhæðarspákort Vegagerðarinnar sem gildir klukkan 6:00 á fimmtudag.