Þjálfun í Frakklandi

Flugmenn Landhelgisgæslunnar þurfa reglulega að gangast undir þjálfun í flughermi í Frakklandi.

  • Image00002_1656422278209
  • Image00004_1656422269518

28.6.2022 Kl: 13:17

Flugmenn Landhelgisgæslunnar þurfa reglulega að gangast undir ýmiskonar þjálfun. Hluti af henni er þjálfun í sérstökum flughermi í Frakklandi. Slíkt er nauðsynlegt til að uppfylla strangar flugöryggiskröfur. Hver flugmaður þarf að lágmarki að fljúga 200 heildarflugstundir á ári, 180 í þyrlu og um 20 í flughermi til að viðhalda hæfni sinni til að sinna leitar- og björgunarflugi.
Nýlega voru flugmennirnir Andri Jóhannesson, Lárus Helgi Kristjánsson og Björn Brekkan Björnsson staddir í Frakklandi þar sem þeir gengust undir þjálfun í flughermi.
Image00004_1656422269518Lárus Helgi Kristjánsson í flughermi. 
Image00001_1656422269523Björn Brekkan Björnsson og Lárus Helgi Kristjánsson. 
Image00002_1656422278209Andri Jóhannesson og Lárus Helgi Kristjánsson.