Þór tignarlegur með breskum freigátum

Kafbátaeftirlitsæfingin Dynamic Mongoose fór fram hér við land í vikunni.

  • BQ200017070ppt

3.7.2020 Kl: 14:26

Í upphafi vikunnar sigldi varðskipið Þór með bresku freigátunum HMS Westminister og HMS Kent sem voru á leið til kafbátaeftirlitsæfingarinnar Dynamic Mongoose sem haldin var hér við land í vikunni.
Þór var þá á leiðinni til Reykjavíkur eftir vel heppnaða eftirlitsferð á Íslandsmiðum.
Hér á árum áður voru áhafnir á varðskipum Landhelgisgæslunnar nokkuð vanar því að vera í nálægð við breskar freigátur en þá var tilefnið annað en í vikunni þegar skipin sigldu saman svo hægt væri að taka nokkrar vinalegar myndir.
BQ200017072ppt

Varðskipið Þór fyrir miðju.

BQ200017094pptVarðskipið Þór á siglingu.

BQ200017013ppt