Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti þremur þyrluútköllum um helgina

Níu fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar um helgina.

  • 0916D21F-9D58-4C61-9885-E26680780FDB

29.8.2020 Kl: 22:30

Alls voru sjö flutt á Landspítalann í Fossvogi með TF-GRO og TF-EIR, þyrlum Landhelgisgæslunnar, í kjölfar umferðarslyss við Skeiðarársand í kvöld. Fjórir voru fluttir með TF-EIR og þrír með TF-GRO. Í nótt var þyrlusveitin kölluð út vegna umferðarslyss á Snæfellsnesi og voru tveir fluttir á Landspítalann. 

Þá flutti áhöfnin á TF-GRO mann sem slasaðist við Leggjabrjót í dag en þyrlan lenti á fimmta tímanum í Reykjavík. Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í Reykjavík og þyrlusveitin hafa því haft í mörg horn að líta í dag. 

Meðfylgjandi myndir voru teknar við Skeiðarársand og Leggjabrjót í dag og sýna samvinnu Landhelgisgæslunnar, björgunarsveita, lögreglu og sjúkraflutningsmanna.

0916D21F-9D58-4C61-9885-E26680780FDBViðbragðsaðilar að störfum.
IMG_5746TF-GRO við Leggjabrjót.
IMG_5743Aðgerðir við Leggjabrjót. Einn var fluttur á sjúkrahús. 
20200829_212652-0-Úr nætursjónauka þyrluflugmanns.
20200829_212743TF-GRO á Suðurlandsvegi.

Myndir: Stephan Mantler og Steinar Guðlaugsson.