Landhelgisgæslan og Sjómannadagurinn

  • heidursvordur_Holavallakirkjugardi

Föstudagur 6. maí 2008

Landhelgisgæslan tekur alltaf virkan þátt í sjómannadeginum hvar sem hún er stödd. Allt frá ritningalestri á Hrafnistu og í Dómkirkjunni til flugsýninga.

Á sjómannadaginn var haldin minningarathöfn í Hólavallakirkjugarði við minningarstein um þá frönsku sjómenn sem hafa látið lífið á hafinu umhverfis Ísland. Sjóliðar af frönsku freigátunni Tourville mættu með heiðursvörð. Viðstaddir voru æðstu yfirmenn skipsins ásamt franska sendiherranum. Frá Gæslunni mættu forstjórinn, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs, yfirmaður vaktstöðvar siglinga og Thorben Lund. heidursvordur_Holavallakirkjugardi
Guðmundur Ragnar Magnússon stýrimaður af Ægi var fánaberi við athöfnina og má sjá hann á meðfylgjandi mynd ásamt heiðursverði Tourville. Mynd: Thorben Lund.

Franski heiðursvörðurinn og foringjar skipsins fylgdu svo Landhelgisgæslumönnum niður í Fossvogskirkjugarð og tóku þátt með heiðurverði frá v/s Ægi í minningarathöfn við minningaröldurnar, en þar eru skrifuð nöfn yfir 400 sjómanna sem fengið hafa vota gröf.

Frá Fossvogskirkjugarði var haldið til Dómkirkjunnar til sjómanna guðsþjónustu. Við guðsþjónustuna lásu Guðmundur Ragnar Magnússon stýrimaður og Óskar Á. Skúlason bátsmaður ritningarlestra. 

Tf-LIF og TF-GNÁ flugu sýningarflug í tilefni sjómannadagsins bæði laugardag og sunnudag. Sýnt var á eftirtöldum stöðum : Súðavík, Ísafirði, Höfn í Hornafirði, Landeyjum, Ólafsfirði, Akureyri, Borgarnesi, Hafnarfirði og Reykjavík.

isafjordur_sjomannadag
TF-GNÁ  við æfingu á laugardeginum fyrir sjómannadag, en þá var nýtt björgunarskip tekið í notkun á Ísafirði og ber það nafnið Gunnar Friðriksson, eins og gamla skipið. Mynd: Flugdeild.

Flugdeildin stofnaði öfluga róðrarsveit sem ætlaði að keppa í kappróðri í Reykjavík á sjómannadaginn, en róðrinum var aflýst sökum veðurs. Meðfylgjandi er þó mynd af róðrarsveitinni við æfingar á Skerjafirði.

Sjodag-kapprodur

 

Varðskipið TÝR á Eskifirði

Eftirfarandi myndir teknar af Jóni Kr. Friðgeirssyni eru frá þátttöku varðskipsins TÝS á sjómannadeginum á Eskifirði, en þar voru lífleg hátíðarhöld, m.a. með hópsiglingu. Einnig fengu gestir að skoða varðskipið

Sjodag-JKrF-Eskif-1

Sjodag-JKrF-Eskif-2

Sjodag-JKrF-Eskif-3

Sjodag-JKrF-Eskif-4

Sjodag-JKrF-Eskif-5

Hluti áhafnar TÝS við minnismerki um drukknaða sjómenn að sjómannadagsmessu lokinni.

06.06.2008 TL og NBF