TF-SIF á Flugsafn Íslands á Akureyri

  • TF_SIF_flugsafn_210608

Laugardagur 21.júní 2008

Nú stendur yfir Flughelgi Flugsafns Íslands, á Akureyri. Mikið var um dýrðir við safnið í dag, fjöldi flugvéla var til sýnis auk þess sem vélar af ýmsu tagi sýndu listir sínar. Björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF var í dag afhent safninu og er henni sómi gerður að því, eftir 22 ára dygga þjónustu við Landhelgisgæsluna.

TF_SIF_flugsafn_210608
TF-SIF komin á Flugsafn Íslands

Landhelgisgæslan fékk TF-SIF nýja frá verksmiðju árið 1985. Þess má geta að á 22 ára ferli sínum átti Sifin, eins og hún var oft kölluð, þátt í björgun 250 mannslífa, að áætlað er. Hún flaug samtals 7056 klst og 30 mín í þágu Landhelgisgæslunnar á ferlinum áður en hún lenti í sjónum við Straumsvík á síðastliðnu ári.

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði nokkur orð í tilefni dagsins og minntist afreka þeirra sem starfað hafa á TF-SIF í gegnum tíðina og hversu vel vélin hefði reynst. Einnig notaði hann tækifærið og afhenti Arngrími B. Jóhannssyni, fyrir hönd safnsins, handbók vélarinnar með þeim orðum að vélin væri nú í góðum höndum.

Skúli Jón Sigurðarson flutti tölu og færði safninu merk gögn og myndir að gjöf sem hann hafði haldið til haga.

TF_SIF_SvanbjSig_SkuliJonSig_210608
Svanbjörn Sigurðsson tekur við gjöfinni frá Skúla Jóni Sigurðarsyni

TF_SIF_gestir_flugsafn_210608

Fjöldi gesta var samankominn í Flugsafninu í tilefni dagsins

Arngrímur B. Jóhannsson heiðraði Ernu Hjaltalín flugkonu fyrir störf
í þágu flugsins.
TF_SIF_ArngrJ_ErnaHj_210608
Erna þakkar Arngrími heiðursgjöfina
TF_SIF_Svanbj_Sig_GLar_210608
Svanbjörn Sigurðsson, safnstjóri Flugsafns Íslands, færði
Georg Lárussyni þakkarskjöld fyrir störf í þágu safnsins.
TF_SIF_ymsar_velar_210608
Ýmsar gerðir véla voru til sýnis
TF_SIF_ymsar_velar2_210608
Gestir voru áhugasamir um hinar ólíku flugvélar sem sýndar voru
TF_SIF_TF_LIFogTF_SYN_210608
Þyrlan, TF-LIF og Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN voru
einnig til sýnis

TF_SIF_LHG_kempur_210608
Sigurður Steinar Ketilsson skipherra, Georg Lárusson forstjóri LHG,
Höskuldur Ólafsson tæknistjóri Flugdeildar, Páll Halldórsson
fyrrverandi yfirflugstjóri LHG og Benóný Ásgrímsson staðgengill flugrekstrarstjóra
minntust góðra stunda með TF-SIF

Myndir: SRS
21.06.2008 SRS