Björgunarskip komið með Grímsnes í tog

  • Grimsnes4_

Fimmtudagur 20. nóvember 2008

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 15:48 beiðni um aðstoð frá Grímsnesi GK-555 þar sem skipið var vélarvana, með sjö manns um borð rúmlega 2 sml undan Sandvík á Reykjanesi. Björgunarsveitum og björgunarskipum Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Sandgerði og Grindavík, var gert viðvart, einnig skipum og bátum á svæðinu.

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason var fyrst á staðinn og kom taug í Grímsnes rúmri klukkustund síðar og byrjaði að draga en bilaði og tók þá Ásgrímur Halldórsson við og dró bátinn til hafnar í Njarðvík, voru þeir komnir þangað um miðnættið.

Grímsnes GK-555 er 33 metra, 178 brl. netabátur frá Grindavík með níu manns í áhöfn.

Myndina tók Jón Kr. Friðgeirsson,

20.11.2008/HBS