Múlaborg í heimsókn hjá Landhelgisgæslunni

Mánudagur 9. febrúar 2009

Það var áhugasamur hópur fimm ára barna af leikskólanum Múlaborg sem heimsóttu flugdeild Landhelgisgæslunnar í morgun. Fengu börnin að skoða þyrlur og flugvél Gæslunnar og voru þau frædd um það helsta sem fram fer í störfum flugmanna, flugvirkja, sigmanna og lækna í áhöfnum flugdeildar Landhelgisgæslunnar. 

Sýndu börnin tækjum og tólum mikinn áhuga og fengu,  þau sem vildu, að prófa björgunarlykkju sem er notuð við björgunaraðgerðir.  Skemmtilegar spurningar vöknuðu sem starfsfólk Gæslunnar  svaraði af bestu getu. 

Það var virkilega ánægjulegt  að taka á móti svo prúðum og áhugasömum hópi barna og voru þau kvödd með kærum þökkum fyrir skemmtilega stund.

Myndina tók Hrafnhildur Brynja

09.02.2009/HBS

Mulaborg