Sjómælingar við Vestmannaeyjar

Fimmtudagur 29. júní 2006.

 

Undanfarnar vikur hefur mælingabáturinn Baldur verið við dýptarmælingar við Vestmannaeyjar í samstarfi við jarðvísindamennina Ármann Höskuldsson og Einar Kjartansson. Ýmislegt hefur fundist, m.a. tveir  óþekktir neðansjávardrangar, 9,8 m dýpi vestan við Stórhöfða og 15,1 m dýpi rétt vestan við Faxasund. Nokkrir klakkar, þekktir meðal heimamanna, eins og Þorsteinsklakkur, Faxaklakkur og Gerðisklakkar hafa nú verið staðsettir og verða settir í sjókort. Áætlað er halda áfram mælingum við Vestmannaeyjar að ári.

 

Baldur er nú við dýptarmælingar milli Dalvíkur og Hríseyjar fyrir RARIK vegna lagningar á sæstreng. Hann fer síðan til mælinga við sunnanverða Vestfirði fyrir nýtt sjókort nr. 43.

 

Hilmar Helgason, framkvæmdastjóri sjómælingasviðs LHG.

 

Mælingar við Vestmannaeyjar 2006

 

Heimaklettur.

 

Hver er við stjórn? Gunnar Örn Arnarson (t.v.), stýrimaður og Ágúst Magnússon, skipstjóri.

 

Óperuhöllin.

 

 

 

 

 

Gestir og gangandi.

 

 

Skipstjóri í skóviðgerðum.