TF-GNA í sjúkraflug á Kirkjubæjarklaustur og Höfn

  • Gná - móttökuathöfn í flugskýli 7.6.07

Sunnudagur 1. mars 2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 09:34 beiðni frá Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar (FML) um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-GNA vegna bílslyss sem varð við Kirkjubæjarklaustur. Flugtak þyrlunnar var kl. 10:32. Slysið varð um 5 km austan við Jökulsárlón og voru fimm manns í bifreiðinni, þrír komust úr bílnum en tveir voru fastir. Sjúkrabifreið flutti konu með höfuðáverka að Kirkjubæjarklaustri þar sem þyrlan tók við hinni slösuðu.

TF-GNA fór frá Klaustri kl. 11:40 áleiðis til Reykjavíkur. Örskömmu síðar var beðið um að þyrlan snéri við að Klaustri, tæki lækninn um borð og héldi síðan til Hornafjarðar, þar var bráðveikt ungabarn að sögn FML. Enginn læknir var þá á Höfn, væntanlega vegna þess að hann var í útkalli vegna umferðarslyssins. Á Höfn var ákveðið að önnur kona úr slysinu færi einnig með þyrlunni þar sem líðan hennar hafði hrakað.

TF-GNA lenti á Höfn um kl. 12:25 og í Reykjavík um kl. 15:00.

010309/HBS