Skipherra og yfirvélstjóri í jómfrúrferð

Mánudagur 26. júní 2006

Hjá Landhelgisgæslunni eru fjórir skipherrar sem skiptast á að sigla varðskipunum og sinna stöðu framkvæmdastjóra aðgerðasviðs.  Það eru þeir Halldór Gunnlaugsson, Halldór Benóný Nellett, Kristján Þ. Jónsson og Sigurður Steinar Ketilsson.  Halldór Benóný Nellett er nú framkvæmdastjóri aðgerðasviðs og gegnir þeirri stöðu til ársins 2008.

Yfirstýrimenn hafa sumir hverjir gegnt stöðu skipherra í afleysingum og nú hefur einn skipherrann bæst í hópinn en það er Auðunn F. Kristinsson yfirstýrimaður sem nú leysir af sem skipherra á varðskipinu Ægi. Það kallast að fara í jómfrúrferðina þegar þeirri stöðu er gegnt í fyrsta sinn.

Jón Páll Ásgeirsson yfirstýrimaður tók meðfylgjandi mynd af Jakobi V. Guðmundssyni vélstjóra sem nú gegnir stöðu yfirvélstjóra í fyrsta sinn og nýja skipherra Landhelgisgæslunnar, Auðunni F. Kristinssyni, er þeir voru að leggja upp í jómfrúrferðina.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.


Jón Páll smellti líka mynd af varðskipsnemum sem fara með nýja skipherranum og yfirvélstjóranum í jómfrúrferðina.