Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur

Sunnudagur 11. júní 2006.

Í dag var sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um land allt. Landhelgisgæslan tók þátt í hátíðahöldunum með ýmsum hætti en meðfylgjandi myndir tala sínu máli.


Athöfn við Minningaröldur Sjómannadagsins við Fossvogskapellu í Fossvogskirkjugarði. Minnst var sérstaklega sjómanna sem drukknuðu í seinni heimstyrjöldinni en þá fórust á þriðja hundrað íslenskir sjómenn og farþegar á íslenskum skipum af völdum stríðsins. Nöfn þeirra allra hafa nú verið skráð á Minningaröldurnar, en á þær er nú skráð 441 nafn.  Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra stóð heiðursvörð með starfsfólki Landhelgisgæslunnar. Myndina tók Vilbergur Magni Óskarsson.


Linda Ólafsdóttir háseti á varðskipinu Ægi og Heimir Týr Svavarsson háseti á Tý leggja blómsveig að Minningaröldum Sjómannadagsins. Mynd: VMÓ.


Skrúðganga frá safnaðarheimili dómkirkjunnar að kirkjunni sjálfri en þar var haldin sjómannaguðþjónusta.  Mynd: VMÓ.


Mynd: VMÓ.


Fánaberar voru: Rögnvaldur K. Úlfarsson háseti, Baldur Örn Árnason háseti og Guðmundur Ragnar Magnússon háseti. Mynd: VMÓ.


Mynd: VMÓ.


Mynd: DS.


Hákon Örn Haraldsson vélstjóri og Guðmundur Rúnar Jónsson stýrimaður sáu um ritningarlestur í sjómannaguðþjónustunni.  Biskup Íslands séra Karl Sigurbjörnsson og séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur önnuðust guðþjónustuna. Mynd: DS.


Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra ganga út úr dómkirkjunni. Mynd: DS.



Fríður hópur Gæslumanna að athöfn lokinni:
Á myndinni eru Árni Ólason smyrjari og vaktmaður í varðskýli LHG, Vilhjálmur Óli Valsson stýrimaður, Halldór Gunnlaugsson skipherra, Georg Kr. Lárusson forstjóri, Sigurður Steinar Ketilsson skipherra, Halldór Benóný Nellett framkvæmdastjóri aðgerðasviðs LHG, Rögnvaldur K. Úlfarsson háseti og Thorben Jósef Lund yfirstýrimaður. Mynd DS.


Guðmundur, Thorben, Baldur Örn, Linda og Rögnvaldur fyrir utan kirkjuna. Mynd: DS.


Georg, Sigurður Steinar og Halldór Nellett. Mynd: DS.


Á hafnarbakkanum var mikið um dýrðir. Þar gátu börnin farið í leiktæki og ýmsar tegundir fiska voru til sýnis.  Þessi litla hnáta vorkenndi grey fiskinum að liggja þarna á klakabeði og reyndi að hugga hann. Mynd: DS.


Varðskipið Ægir var til sýnis milli kl. 13 og 16 og nýttu fjölmargir sér það tilboð. Mynd: Gizur Sigurðsson.


Jóhannes F. Ægisson háseti var hress að vanda þrátt fyrir að hafa staðið vaktina í nokkrar klukkustundir í hellirigningu.  Mynd: G.S.


Áhöfnin á Sif sýndi snilldartakta er þyrlubjörgun úr sjó var sýnd við hafnarbakkann. Félagar úr Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu tóku þátt í æfingunni og voru fórnarlömbin í sjónum sem bjargað var. Sjá björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á siglingu fyrir neðan þyrluna. Mynd GS.


Mynd: GS.