30 ár frá lokum síðasta þorskastríðs

Fimmtudagur 1. júní 2006

Eins og auglýst var á heimasíðunni var haldin ráðstefna á vegum Hafréttarstofnunar Íslands í tilefni af því að í dag eru 30 ár liðin frá lokum síðasta þorskastríðsins.  Ráðstefnan var haldin í hátíðarsal Háskóla Íslands og voru meðfylgjandi myndir teknar við það tækifæri.

Í ræðum ráðherranna þriggja í upphafi ráðstefnunnar lögðu þeir m.a. áhersu á mikilvægi þess að Ísland berjist gegn hnattrænni fiskveiðistjórnun og taki með öflugum hætti þátt í starfi svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarnefnda sem stjórna veiðum á úthafinu.

Í framhaldi af ráðstefnunni fjölmenntu þorskastríðshetjur og Landhelgisgæslumenn auk fleira fólks á Kaffi Reykjavík þar sem gömlu góðu árin voru rifjuð upp. Starfsmannafélag Landhelgisgæslunnar stóð fyrir þeirri samkomu.

Landhelgisgæslan mun minnast þessara tímamóta með margvíslegum hætti á árinu m.a. í tengslum við 80 ára afmæli Landhelgisgæslunnar en stofndagur Landhelgisgæslunnar var valinn 1. júlí 1926.  Þann dag tók íslenska ríkið við við rekstri skipsins Þórs af björgunarfélagi Vestmannaeyja.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.


Alp Mehmet sendiherra Bretlands á Íslandi og Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. Mynd: DS.


Guðmundur H. Garðarsson fyrrverandi alþingismaður, Matthías Bjarnason fyrrverandi ráðherra, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra, Geir H. Haarde utanríkisráðherra og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Mynd: DS.


Halldór Benóný Nellett framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, Sigurður Steinar Ketilsson skipherra á varðskipinu Tý og Hjalti Sæmundsson aðalvarðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar mættu í viðeigandi klæðnaði til ráðstefnunnar í tilefni dagsins. Mynd: DS.


Jón Ármann Héðinsson fyrrverandi alþingismaður og Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra létu sig ekki vanta á ráðstefnuna. Mynd: DS.