Viðbúnaður og björgun vegna slysa á fjöllum eða í strjálbýli

  • Fjallamennskunamsk_styrim_laeknar23_24112007

Þriðjudagur 16. Mars 2010

Málþingið „Hópslys í strjálbýli – viðbúnaður og björgun“ hefst á Akureyri á morgun miðvikudaginn 17. mars. Málþingið er hluti af verkefnafundi Norðurslóðaverkefnisins Cosafe - Cooperation for safety in sparsely populated areas. Á málþinginu verður boðið upp á ýmsa fyrirlestra varðandi viðbúnað og björgun vegna slysa á fjöllum eða í strjálbýli og koma m.a. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæsla Íslands, Landsbjörg og Súlur - björgunarsveitin á Akureyri að málþinginu, auk þess verður annar verkefnahópur frá Norðurlöndunum sem vinnur að samstarfi varðandi fjallabjörgun á landamærum Noregs og Svíþjóðar með kynningu á sínu verkefni.

Fyrirlesarar verða bæði innlendir og erlendir en allir fyrirlestrar verða þeir fluttir á ensku. Friðrik Höskuldsson stýrimaður í flugdeild Landhelgisgæslunnar mun flytja fyrirlestur um hlutverk Landhelgisgæslunnar í fjallabjörgun og slysum í dreifbýli. Sjá nánar dagskrá málþingsins.

Málþingið fer fram á hótel KEA og hefst klukkan 08:30 og stendur til klukkan 17:00.

Nánar um Cosafe. http://www.cosafe.eu/

Cosafe_area

Kort sem sýnir aðildarlönd Cosafe Norðurslóðaverkefnisins.