TF-GNÁ sækir slasaðan sjómann úti fyrir Vestfjörðum

  • GNA3_BaldurSveins

Miðvikudagur 9. júní 2010

Landhelgisgæslunni barst kl. 02:01 í nótt beiðni um þyrlu eftir að slys varð um borð í togara úti fyrir Vestfjörðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ fór í loftið kl. 02:49 og kom að togaranum á Halamiðum kl. 04:16. Vel gekk að hífa manninn í björgunarlykkju og var hann kominn um borð í þyrluna kl. 04:21. Var þá haldið til Reykjavíkur þar sem lent var kl.05:44 þar sem sjúkrabifreið beið og flutti manninn á sjúkrahús.