Spænskir ráðamenn heimsækja varðskipið Ægi

  • AegirAlmeria7707

Föstudagur 1. október 2010

Fulltrúar spænskra aðila komu nýverið í vettvangsheimsókn í varðskipið Ægi þar sem það var staðsett í borginni Almería vegna starfsemi FRONTEX, landamærastofnunar Evrópu á svæðinu. Við bryggjuna voru auk Ægis, eftirlitsbátur frá Ítalíu sem einnig er á vegum landamærastofnunarinnar og þrír bátar frá Spánverjum sem notaðir eru við eftirlitið.

Um borð í varðskipið komu; Secretary of state for security of Spanish home affairs ministry Hr. Antonio Camacho og Secretary of state for immigration of Spanish labour ministry Frú Consuelo Rumí ásamt fylgdarliði og öryggisvörðum. Áhöfn Ægis tók vel á móti gestunum, sagt var stuttlega frá varðskipinu og starfsemi Landhelgisgæslu Íslands fyrir landamærastofnunina.

Að sögn áhafnarinnar var ekki annað að heyra en að gestirnir færu ánægðir frá borði eftir stutt stopp og lýstu þau yfir ánægju og þakklæti yfir þáttöku Landhelgisgæslunnar í verkefninu.

AegirAlmeria7755

Bílaflotinn leggur á bryggjunni

AegirAlmeria7768

Fjöldi fjölmiðla fylgdu gestunum

AegirAlmeria7787
Heiðursvörður við komu gestanna

AegirAlmeria7884
Hr. Antonio Camacho, secretary of state for security of Spanish home
affairs ministry

AegirAlmeria7879

Frú Consuelo Rumí, secretary of state for immigration of Spanish labour
ministry

AegirAlmeria7861

Veitingar og létt spjall að lokinni kynningu