TF-LÍF sækir veikan sjómann 20 sml frá landi

Fimmtudagur 24. febrúar 2011

Landhelgisgæslunni barst á miðvikudagskvöld kl. 20:32 beiðni um útkall  þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna sjómanns með mikla verki um borð í línubát sem var staddur 20 sjómílur suðvestur af Malarrifi á Snæfellsnesi.   Þegar þyrla LHG, TF-LÍF kom að bátnum sigu sigmaður og læknir um borð og var sjúklingur undirbúinn fyrir flutning. Lent var á Reykjavíkurflugvelli þar sem sjúkrabifreið beið og flutti manninn á Landspítalann í Fossvogi.