Sprengjusveit eyðir oddi flugskeytis sem barst í veiðarfæri

Miðvikudagur 9. mars 2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 09:00 í morgun aðstoðarbeiðni frá lögreglunni á Ísafirði vegna torkennilegs hlutar sem barst í veiðarfæri togarans Júlíusar Geirmundssonar sem kominn var að bryggju á Ísafirði. Fengu sprengjusérfræðingar senda mynd af hlutnum og var talin ástæða til að senda sprengjusveit Landhelgisgæslunnar á Ísafjörð til nánari greiningar.

Lenti þyrla Landhelgisgæslunnar á Ísafirði og var haldið beint í togarann þar sem staðfest var að um væri að ræða oddur flugskeytis. Ekki var hægt að sjá hvort leifar af sprengiefni væri í oddinum og var hann fluttur á öruggan stað til eyðingar.