Flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir bílslys við Svínavatn

4. apríl 2006.

Kona slasaðist er hún varð undir bíl við Apavatn og var hún flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítala Háskólasjúkrahús í Reykjavík.

Sif, björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, fór í eftirlitsflug um kl. 11:16. Um kl. 11:30 kallaði vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á áhöfnina og tilkynnti um bílslys við Apavatn. Kona hafði slasast er bíl var ekið yfir hana.

Þyrlan flaug þá til Reykjavíkur til að sækja lækni sem er í áhöfn þyrlunnar og fór aftur í loftið kl. 11:44. Flogið var um Þrengsli og var varðskipið Týr staddur út af Þorlákshöfn og aðstoðaði við fjarskipti.

Þyrlan lenti við Svínavatn kl. 12:07 því ekki var hægt að komast nær slysstaðnum vegna þoku. Sjúkrabíll flutti konuna frá Apavatni til Svínavatns og fór þyrlan í loftið með hina slösuðu kl. 12:20. Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi kl. 12:44.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.