Dráttartaug slitnaði - unnið að því að fá vanann stýrimann um borð í ALMA

Laugardagur 5. nóvember k. 11:40.

Upp úr kl. 11:00 í morgun barst tilkynning frá Hoffelli um að dráttartaugin milli skipanna hafi slitnað. Eru þau þau nú stödd um 6 sml A-af Stokknesi. Landhelgisgæslan, ásamt Hoffelli vinna nú að því að fá vanann stýrimann til að fara um borð í ALMA en komið hafa upp nokkrir tungumálaörðugleikar hjá áhöfn skipsins. Þegar vanur stýrimaður verður kominn um borð verður að nýju reynt að að koma dráttartaug á milli skipanna. Einnig hefur verið ákveðið að varðskipið Þór haldi austur.

Landhelgisgæslunni barst rúmlega kl. 03:00 í nótt beiðni um aðstoð frá Birni Lóðs, dráttarbátnum á Höfn í Hornafirði vegna flutningaskipsins ALMA sem var stjórnlaust í Hornafjarðarósi.


Togskipið Hoffel kom til aðstoðar og var kominn taug á milli skipanna um kl. 06:00 í morgun. Dró Hoffell síðan flutningaskipið Austur fyrir Stokksnes vegna SV áttar á svæðinu.


Þyrla Landhelgisgæslunnar er á Höfn í Hornafirði og til aðstoðar ef á þarf að halda.