TF-LÍF sótti veikan skipverja

  • TF-LIF-140604_venus

Sunnudagur 6. nóvember 2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 14:15 aðstoðarbeiðni frá flutningaskipinu Brúarfossi vegna skipverja sem veiktist um borð þegar skipið var statt vestan við Vestmannaeyjar.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF var þá á leið til Reykjavíkur eftir að hafa tekið þátt í björgunaraðgerðum Ölmu. Kom þyrlan að skipinu kl. 15:00 og seig stýrimaður niður í skipið með börur. Búið var um manninn og hann svo hífður upp í þyrluna.  Var flogið beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem lent var kl. 15:47.