Þór kannar frystigám sem fauk

  • thor-batur-13

Mánudagur 7. nóvember 2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 12:53 á sunnudag tilkynning um 40 feta frystigám sem fauk af bryggjunni á Stöðvarfirði og rak yfir fjörðinn í hvassviðrinu sem gekk yfir á laugardag.  Var óskað eftir að Landhelgisgæslan færi til að kanna málið. Varðskipið Þór var þá skammt undan og hélt strax á staðinn.

Frystigámurinn reyndist þá vera kominn uppí fjöru og hafði orðið fyrir talsverðum skemmdum. Ekki var tilefni til frekari aðgerða af hálfu Landhelgisgæslunnar, né björgunarsveita heldur var málið lagt í hendur eiganda gámsins.

Myndirnar voru teknar af áhöfn Þórs þegar farið var á harðbotna bát Þórs að skoða frystigáminn.

thor-batur-2

thor-batur-3

thor-batur-4thor-batur-5

thor-batur-6

thor-batur-11

thor-batur-12

thor-batur-13



Myndir v/s ÞÓR