Þyrla kölluð út vegna vélsleðaslyss

  • GNA_BaldurSveins

Sunnudagur 18. mars 2012

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 15:38 beiðni frá Neyðarlínunni um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að vélsleðaslys varð í Flateyjardal milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa.

Þyrluáhöfn var samstundis kölluð út og fór TF-GNA í loftið kl. 16:12. 

Þyrlan lenti á vettvangi kl 17:31 og var hinn slasaði undirbúinn fyrir flutning og færður um borð í þyrluna. Lent var við Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri  kl. 18:02.