Norskt línuveiðiskip staðið að meintum ólöglegum veiðum

  • GNA2

Mánudagur 9. apríl 2012

Upp úr kl. 11:00 í morgun stóð áhöfn þyrlunnar TF-GNA  norskt línuveiðiskip að meintum ólöglegum veiðum í reglugerðarhólfi í Skeiðarárdýpi. Varðstjórar stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar höfðu komið auga á skipið  um kl. 08:30 í morgun í ferilvöktunarkerfum, þar sem það var statt inni í hinu lokaða hólfi og virtist vera að leggja línu.  TF-GNA sem var við að fara í eftirlitsflug var því beint á svæðið og hafði áhöfn hennar samband við skipið og fékk uppgefnar staðsetningar sem samræmdust athugunum varðstjóranna.  Skipverjum skipsins hefur verið gert að ljúka við að draga línuna og halda síðan til Vestmannaeyja þar sem skýrslutaka mun fara fram.