Ásatrúarfélagið afhenti Landhelgisgæslunni veglega gjöf um borð í v/s ÞÓR

  • 10052012_Asatruarfelagid

Fimmtudagur 10. maí 2012

Í blíðviðrinu í dag fór fram athöfn um borð í varðskipinu Þór þar sem Ásatrúarfélagið afhenti Öldungaráði Landhelgisgæslunnar gjöf upp á tvær milljónir króna sem er framlag félagsins til kaupa á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra var viðstaddur athöfnina ásamt Georg Kr. Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar og  Guðjóni Petersen, formanni öldungaráðsins og  veittu þeir gjöfinni viðtöku. Stofnaður hefur verið reikningur fyrir sjóðinn og er númer hans 0301-22-002507 og kennitala 710169-5869.

Ásatrúarfélagið fagnaði 40 ára afmæli á sumardaginn fyrsta og fannst félaginu við hæfi í tilefni afmælisins að leggja 1000 krónur frá hverjum félagsmanni í sjóðinn sem er ætlað að vera vettvangur allra landsmanna til að efla öryggi lands og þjóðar. Með gjöfinni vinni félagsmenn þjóðþrifaverk og sýni samfélagslega ábyrgð.  Hefur Landhelgisgæslan í gegnum tíðina haldið nöfnum norrænna goða og gyðja á lofti með nafngjöfum varðskipa og loftfara sinna.

10052012_Asatruarfelagid3
Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði ásamt Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra og Georg Kr. Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar.

Gæslan setur reglur sjóðsins en verndari hans er Öldungaráðið, sem er félag um 30 starfsmanna LHG sem hættir eru störfum.

Að lokinni athöfn var haldið í borðsal varðskipsins þar sem boðið var upp á flatkökur og rjómapönnukökur. Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra leiddi síðan gestina um varðskipið Þór og kynnti fyrir þeim skipið og getu þess.

10052012_Asatruarfelagid1
Eftir að Georg Kr. Lárusson, forstjóri LHG hafði veitt gjöfinni viðtöku ávarpaði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra gesti.Sagðist sjá fyrir sér að þetta framtak ásatrúarmanna yrði fordæmi fyrir sem flesta Íslendinga að leggja fram þúsund krónur í sjóðinn.

10052012_Asatruarfelagid2
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, Georg Kr. Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar ásamt Sigurði Steinari Ketilssyni, skipherra

10052012_Asatruarfelagid5
Jóhanna Harðardóttir Kjalnesingagoði ræddi m.a. um sterk tengsl þjóðarinnar við Landhelgisgæsluna og hve gleðilegt það sé að varðskip og loftförin hafi verið nefnd eftir goðum og gyðjum norrænu goðafræðinnar.

10052012_Asatruarfelagid6
Pönnukökur Jóhanns bryta vöktu mikla lukku.

IMG_2017
Sólmundur Már Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs LHG, Jón Magnússon, fyrrv. lögfræðingur LHG og Guðjón Petersen, formaður öldungaráðsins
IMG_2016
Sindri Steingrímsson, flugrekstrarstjóri LHG, Hólmar Logi Sigmundsson, aðst. flugrekstrarstjóri og Svanhildur Sverrisdóttir, starfsmannastjóri LHG

Myndir Ásgeir Ásgeirsson-Press Photos og Landhelgisgæslan.