Sviðsett að F-15 þota lendi í sjónum

  • ICG_USAF_exercise1

Fimmtudagur 31. maí 2012

Síðdegis í gær fór fram björgunaræfing á austanverðum Faxaflóa með þátttöku Landhelgisgæslunnar og  flugsveitar Bandaríkjamanna sem hefur verið við loftrýmisgæslu frá 8. maí. Þátttakendur í æfingunni voru varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar, fulltrúar flugsveitar og C-130 leitar- og björgunarflugvélar Bandaríkjamanna auk stjórnstöðva Landhelgisgæslunnar í Keflavík og Reykjavík.

ICG_USAF_exercise4
Þór bíður eftir þátttakendum æfingarinnar

Æfingin hófst kl. 17:53 með því að flugmaður F-15 þotunnar (sem þá var staðsettur í varðskipinu Þór)  sendi út neyðarkall og tilkynnti til stjórnstöðva að flugvélin hefði lent í sjónum og flugmaður hefði náð að skjóta sér út.  Hófst þá atburðarás sem fólst í að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar (LHG)  í Keflavík (CRC-Control and Reporting Centre) tilkynnti það til stjórnstöðvar LHG í Reykjavík sem kallaði út þyrlu, hafði samband við varðskip á svæðinu og aðra hugsanlega björgunaraðila. Sett var á svið að C-130 leitar- og björgunarflugvél Bandaríkjamanna færi í loftið frá Keflavík og köstuðu út björgunarbáti nálægt lendingarstað flugmannsins og stukku björgunarliðar þeirra í sjóinn í fallhlíf.

ICG_USAF_exercise2
Áhöfn v/s ÞÓR og þátttakendur frá flugsveit BNA fara yfir skipulag æfingarinnar

ICG_USAF_exercise7
Klárir í göllunum

Nokkuð nákvæm staðsetning var til staðar og fór þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA í loftið kl 19:00 og hélt beint á ætlaðan slysstað, var þá flugmaðurinn, ásamt tveimur fallhlífarstökkvurum (para jumpers (PJ)), komnir í björgunarbátinn með ýmsan björgunarbúnað.  Þegar komið var á staðinn seig sigmaður TF-GNA niður til mannanna og hífði þá upp í björgunarlykkju.  Voru mennirnir staðsettir í léttabát varðskipsins Þórs þar til skömmu áður en þyrlan kom á vettvang. Gekk æfingin ágætlega og voru allir sáttir að henni lokinni.

Hér er frétt um æfinguna frá vefriti US Airforce.

Þar segir Walter Ehrat flugstjóri þyrlu Landhelgisgæslunnar m.a. að nokkrum sinnum á ári taka þyrlur LHG þátt í  björgunaræfingum með öðrum þjóðum. Skiptast á reynslu, verkferlum og hitta erlenda samstarfsaðila. Slíkt er mjög gagnlegt og getur jafnvel leitt til breytingar á búnaði og verkferlum þyrlusveitarinnar.

ICG_USAF_exercise8
Léttabátur siglir á áætlaðan björgunarstað

ICG_USAF_exercise9
ICG_USAF_exercise3
Staðurinn merktur á korti

ICG_USAF_exercise11
TF-GNA hífir upp flugmanninn og fallhlífarstökkvarana

ICG_USAF_exercise12
Léttabáturinn kemur tilbaka að lokinni æfingu

ICG_USAF_exercise5
Vell heppnaðri æfingu lokið og haldið tilbaka