Landhelgisgæslan og lögreglan við eftirlit á Kollafirði

  • OKHullIMG_9367

Mánudagur 16. júlí 2012

Séraðgerða- og sprengjueyðingasvið Landhelgisgæslunnar var í sl. viku,  ásamt lögreglunni í Reykjavík við eftirlit á Kollafirði á harðbotna slöngubátnum Flóka sem Landhelgisgæslan hefur í prófunum fyrir íslenska skipaframleiðandann OK Hull.  Farið var um borð í farþegabáta á svæðinu, björgunarbúnaður skoðaður, farið yfir skipspappíra, lögskráningu og fleira. Flestir voru með sín mál í lagi en í einu tilviki var þörf á verulegum úrbótum. Hefur eftirlit af þessari tegund gengið mjög vel og er áætlað að því verði haldið áfram í framtíðinni.