Árlegur fundur leitar- og björgunaraðila vegna sjófarenda og loftfara

  • ArsfundurJRCC_10web

Fimmtudagur 13. júní 2013

Í gær var haldinn árlegur fundur leitar- og björgunaraðila vegna sjófarenda og loftfara á öryggissvæðinu í Keflavík. Landhelgisgæslan hafði umsjón með fundinum en í reglugerð  um stjórnun leitar- og björgunaraðgerða á leitar- og björgunarsvæði Íslands vegna sjófarenda og loftfara segir  að Landhelgisgæslan skuli árlega árlega, eða oftar ef ástæða þykir til, efna til fundar með fulltrúum þeirra aðila sem veita aðstoð, sinna viðbúnaðarþjónustu eða annast leit og björgun svo og fulltrúum annarra aðila sem fara með öryggismál vegna sjófarenda og loftfara.

ArsfundurJRCC_10web
Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs bauð fundargesti velkomna og kynnti síðan Auðunn F. Kristinsson, verkefnisstjóri aðgerðasviðs helstu björgunaraðgerðir ársins 2012 og hvaða lærdóm megi af þeim draga með það að markmiði að auka öryggi sjófarenda og loftfara. Ræddi hann einnig um mikilvægi þess að viðbragðsaðilar hittist árlega til að fara yfir stöðu mála sem er forsenda þess góða árangurs sem náðst hefur. Einnig kynnti Friðfinnur Guðmundsson frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu aðgerðir SL árið 2012. Var síðan haldið í skoðunarferð í fylgd Jóns B. Guðnasonar, framkvæmdastjóra lofthelgis- og öryggismálasviðs um starfssvæði Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðunum í Keflavík. M.a. voru heimsóttar ítalskar flugsveitir sem nú eru komnar hér til lands og sinna loftrýmisgæslu næstu vikurnar. 

ArsfundurJRCC_4web

Almenn ánægja var með fundinn og var hann vel sóttur af fulltrúum innanríkisráðuneytisins og aðila sem hlutverk hafa við leit og björgun sjófarenda og loftfara en þeir eru auk Landhelgisgæslunnar,  Almannavarnir, Flugmálastjórn,  ISAVIA , Neyðarlínan, Rannsóknarnefnd flugslysa, Rannsóknarnefnd sjóslysa, Ríkislögreglustjóri,  Umhverfisstofnun, Siglingastofnun, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Umhverfisstofnun og Veðurstofa Íslands. Fundargestir voru sammála um mikilvægi þess að hittast og fara yfir leitar- og björgunaraðgerðir ársins í heildarsamhengi.

Gestir fundarins fengu við lok fundarins nýútgefið ársyfirlit Landhelgisgæslunnar fyrir árið 2012. Það er einnig hægt að nálgast á heimasíðunni.

ArsfundurJRCC_2web

ArsfundurJRCC_1web

Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs bauð gesti velkomna

ArsfundurJRCC_3web
Auðunn F. Kristinssson, verkefnisstjóri á aðgerðasviði fór yfir aðgerðir ársins 2012

ArsfundurJRCC_5web
Friðfinnur Guðmundsson frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu fór yfir aðgerðir SL árið 2012

ArsfundurJRCC_6

ArsfundurJRCC_9

ArsfundurJRCC_8web

ArsfundurJRCC_13web

ArsfundurJRCC_14web