Aðstæður kannaðar um borð í Fernöndu

Mánudagur 4. nóvember 2013

Fyrir skömmu lauk öðrum samráðsfundi aðila sem hafa komið að mati og ákvörðunum varðandi framvindu mála vegna eldsvoðans um borð í flutningaskipinu Fernanda en þeir eru fulltrúar Landhelgisgæslunnar, Umhverfisstofnunar, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Hafrannsóknarstofnunar, Samgöngustofu, hafnaryfirvalda Faxaflóahafna og Hafnarfjarðarhafnar, lögreglu, eigenda skipsins og tryggingafélags.  

Að sögn áhafnar varðskipsins Þórs og slökkviliðsmanna eru ágætar aðstæður á staðnum núna. Slökkviliðsmenn munu nú fara nú um borð í skipið nákvæmari skoðunar til að kanna ástand þess og ganga úr skugga um að enginn eldur sé til staðar. Við aðgerðina verður vandlega farið yfir öryggissjónarmið viðbragðsaðila en gert er ráð fyrir að framkvæmdin taki nokkrar klukkustundir.  Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort óhætt verður að halda með skipið til hafnar þar sem mögulegt verður að dæla úr því olíu og undirbúa skipið fyrir  niðurrif.

Myndir sem Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður tók meðan unnið var að kælingu með slökkvibyssum varðskipsins Þórs.