Flugvélin TF-SIF flutti varahluti í togara

Föstudagur 22. ágúst 2014

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF,  fór í dag í eftirlitsflug um Vestur og SV-mið, auk þess sem fluttir voru varahlutir færeyska togarann Naeraberg sem staðsettur er inni í lögsögu Grænlands. Í fluginu sáust alls 512 skip innan og utan hafna í eftirlitskerfum flugvélarinnar.

Varahlutunum var kastað út úr flugvélinni í fallhlíf en TF-SIF er sérstaklega útbúin hurð sem nýtist vel við flutning sem þennan sem og fallhlífarstökk. Með flugvélinni fóru fallhlífarstökkvarar frá Flugbjörgunarsveitinni en lengi hefur verið góð samvinna og æfingar milli þeirra og Landhelgisgæslunnar.






 

Eftirlitssvæði flugvélarinnar.