Gosmökkur frá Holuhrauni náði upp í 15 þúsund fet

Mánudagur 1 september 2014

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar flaug í dag yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni með vísindamenn Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands 

Þar sást hraun renna í ANA um 3,5 km frá miðju gosinu og var sú tunga um 500 metra breið. Gossprungan var virk á um 600 metrum.

Þegar flogið var yfir kl 15:15 náði gosmökkurinn frá 6300 fetum upp í 15000 fet.





Mynd af nýja hrauninu. Ljósa hraunið er það sem hefur runnið