Eftirlitsflug TF-SIF um suður, suðaustur og austurmið

  • SIF_MG_1474

Fimmtudagur 16. október 2014

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í eftirlits- og gæsluflug um suður, suðaustur og austurmið. Samtals sáust 587 skip í eftirlits og ratsjárbúnaði og voru öll skip sem flogið var yfir með skráningu og sín mál í lagi. Stýrimenn flugvélarinnar höfðu samband við skip að veiðum og virtist fiskerí vera gott. Einnig var flogið yfir eldstöðvarnar í Holuhrauni og svæðið myndað fyrir jarðvísindamenn og almannavarnir. Þegar flogið var inn til lendingar, sást mengunarblettur á SLAR hliðarradar flugvélarinnar sem verður rannsakaður nánar með hafnaryfirvöldum.


Flugleiðin


Radarþekja eftirlitsflugsins


Radarmynd af Holuhrauni.